Sunna Stefánsdóttir

Sunna Stefánsdóttir, sérfræðingur í vef- og upplýsingamálum

Sunna hóf störf hjá Orkusölunni þann 1. september 2023 sem sérfræðingur í vef- og upplýsingamálum. „Verkefnin eru mjög fjölbreytt, en dagsdaglega vinn ég mikið við vef fyrirtækisins og textavinnu. Samskipti út á við, auglýsingar og fréttaskrif eru líka stór og skemmtilegur partur af starfinu. Ég byrja daginn samt alltaf á stórum kaffibolla,“ segir Sunna sem er mikill kaffigæðingur.

Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?

Fólkið sem vinnur hér myndar skemmtilega og fjölbreytta heild þar sem allir fá að njóta sín og vinna saman. Andinn á skrifstofunni er góður, vinnuaðstaðan frábær og verkefnin svo fjölbreytt. Allt eru þetta þættir sem leyfa fólkinu á staðnum að líða vel. Svo er auðvitað alltaf stuð hjá Orkusölunni!" segir Sunna.

Orkusalan - stuðprófíll

Hvað er stuð fyrir þér?

Það er hægt að finna stuð í öllu og oft verður mesta stuðið með minnstu fyrirhöfninni. Gleði, hreyfing, dans, hlátur, tónlist og skemmtilegt fólk er allt eitthvað sem kemur mér í stuð,“ segir Sunna sem hélt heldur betur uppi stuðinu á starfsmannadegi Orkusölunnar sem var haldinn fyrr í mánuðinum.