Hleðslustöðvar í áskrift er spennandi kostur fyrir heimilið

Þú borgar minna fyrir heimahleðsluna með því að leigja stöð hjá Orkusölunni. Hvort sem þig vantar hleðslustöð fyrir einbýli, fjölbýli eða sumarbústaðinn, þá erum við með stöð sem hentar þér. Þú velur stöðina og við aðstoðum þig með rest. Svo einfalt er það.

...og 20% afsláttur af rafmagninu!

Til þess að komast í Heimastuð Orkusölunnar þarf heimilið þitt að vera í viðskiptum hjá okkur. Ef þú ert ekki nú þegar í viðskiptum hjá Orkusölunni þá göngum við frá því þegar þú hefur valið þér hleðslustöð.

Að sjálfsögðu færð þú okkar bestu kjör á raforku: 20% afslátt af rafmagninu heima! Borðleggjandi dæmi!

Amina - heimahleðslustöð

Amina (990 kr./mán)

Stuðrík 7 kW hleðslustöð á aðeins 990 kr. á mánuði. Fullhleður 70 kWh rafhlöðu á u.þ.b. 10 klst.

Qudo - heimahleðslustöð

Qudo (1.990 kr./mán)

Dugmikil og sívinnandi 22 kW hleðslustöð á aðeins 1.990 kr. á mánuði. Fullhleður 70 kWh rafhlöðu á u.þ.b. 4 klst.

Easee - heimahleðslustöð

Easee (2.890 kr./mán)

Snjöll og fjölhæf 22 kW hleðslustöð sem tæklar öll verkefni. Aðeins 2.890 kr. á mánuði. Fullhleður 70 kWh rafhlöðu á u.þ.b. 4 klst. En það er ekki allt: Í gegnum app í síma er hægt að fylgjast með hleðsluhraða stöðvarinnar ásamt því að hefja og stöðva hleðslu.
ATH Easee er uppseld og því ekki hægt að panta hana.

Borgar sig að leigja?
Með því að leigja hleðslustöð hjá Orkusölunni gegn vægu gjaldi greiðir þú lægri kostnað í upphafi miðað við að kaupa þína eigin hleðslustöð. Kosturinn er líka sá að rekstur stöðvarinnar, bilanir og möguleg útskipti eru á ábyrgð Orkusölunnar.
Lægra verð
Við bjóðum upp á lægra verð á hleðslulausnum í áskrift. Okkar lægsta mánaðargjald fyrir hleðslustöð er 990 kr. Gjaldið fer að sjálfsögðu eftir því hvaða hleðslustöð þú velur.
Mesta stuðið
Heimastuð er í boði fyrir alla viðskiptavini Orkusölunnar sem einnig kaupa raforku fyrir heimili. Þau sem eru með Heimastuð í áskrift fá einnig 20% afslátt af heimilisrafmagni.
Uppsetning
Í vefverslun Orkusölunnar getur þú fengið uppsetningu fyrir hleðslustöðina gegn föstu gjaldi. Uppsetningin er miðuð við ákveðin skilyrði, en í öðrum tilfellum geta ráðgjafar okkar gefið þér fast verð á uppsetningu þar sem allt er innifalið. Mjög þægilegt.
Hleðslustöðvar frá 990 kr. á mánuði og 20% afsláttur af rafmagninu

Uppsetning á hleðslustöð

Í vefverslun Orkusölunnar getur þú fengið uppsetningu fyrir hleðslustöðina gegn föstu gjaldi.

Uppsetningin er miðuð við ákveðin skilyrði, en í öðrum tilfellum geta ráðgjafar okkar gefið þér fast verð á uppsetningu þar sem allt er innifalið. Mjög þægilegt!

Fjögur skref til þess að panta hleðslustöð í áskrift: velja hleðslustöð, klára pöntun, fá stöðina afhenta og áskriftargjald er sent næstkomandi mánaðamót.

Hleðslustöðvar í áskrift

Hvernig skrái ég mig í áskrift?

  • Þú velur þá hleðslustöð sem hentar þér best
  • Þú klárar pöntunina hér á vefnum
  • Við sendum þér stöðina eða þú sækir hana til okkar
  • Næstkomandi mánaðamót sendum við þér áskriftargjaldið til greiðslu í netbanka.

Hleðslustöðvar fyrir fjölbýli

Ertu í fjölbýli? Fjölbýlislausnin er á leiðinni!

Ekki örvænta við höfum samband við þig innan skamms og ráðgjafar Orkusölunnar hjálpa þér að koma upp hleðslustöðvum í fjölbýlinu þínu.

Spurt og svarað