Reikningar og innheimta

Upplýsingar um innheimtuferli Orkusölunnar

Reikningar frá Orkusölunni eru á eindaga annan virkan dag hvers mánaðar.

Kröfur til greiðslu birtast í heimabanka viðskiptavina og hægt er að nálgast alla reikninga á þjónustuvef Orkusölunnar.

Hvað gerist ef krafa er ógreidd eftir eindaga?

Dráttarvextir reiknast á höfuðstól kröfunnar eftir eindaga. Innheimtuviðvörun er send bréfleiðis 4 dögum eftir eindaga (sjá gjaldskrá hér fyrir neðan).

HöfuðstólabilInnheimtuviðvörun
0-2.999 kr.950 kr.
3.000-10.499 kr. 950 kr.
10.500-84.999 kr. 950 kr.
85.000+950 kr.

Milliinnheimta hjá Motus

Þegar liðnir eru 14 dagar frá eindaga, er krafan færð Motus til innheimtu og er þar með ekki lengur í umsjá Orkusölunnar. Motus sendir innheimtubréf sem ber með sér aukinn kostnað (sjá gjaldskrá hér fyrir neðan) og hefur umsjón með innheimtu skuldarinnar þaðan í frá.

Kostnaður við innheimtubréf

Höfuðstóll kröfuBréf 1Bréf 2Bréf 3
0-2.999 kr.1.300 kr.1. 300 kr.1.300 kr.
3.000-10.499 kr.2.100 kr.2.100 kr.2.100 kr.
10.500-84.999 kr.3.700 kr.3.700 kr.3.700 kr.
85.000 kr og hærra5.900 kr.5.900 kr.5.900 kr.

Kostnaður við innheimtubréf er því breytilegur og ákvarðast með hliðsjón af höfuðstól kröfu. Upphæðir eru ákvarðaðar í samræmi við reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 133/2010.

Samið um skuld í millinnheimtu

Til þess að semja um skuld sem komin er í innheimtu hjá Motus, hefur þú samband við þjónustuver Motus í síma 440 7700 eða skráir þig inn á greiðendavef Motus á vefslóðinni ekkigeraekkineitt.is.