Jafnréttis- og jafnlaunastefna
Jafnréttisstefna Orkusölunnar byggir á þeirri grundvallarhugsun að allir starfsmenn njóti jafnréttis, óháð kyni, uppruna eða trú.
Hlutverk Orkusölunnar er að framleiða og selja rafmagn á snjallan hátt þar sem hugvit starfsmanna er virkjað til að efla árangur og hagsæld samfélaginu til hagsbóta
Jafnréttis- og jafnlaunastefnan er sett til samræmis við lög nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Öllu starfsfólki er gert að fylgja henni til að stuðla að auknu jafnrétti á vinnustaðnum.
Jöfn kjör og hlunnindi
Kynbundinn launamunur líðst ekki hjá fyrirtækinu. Það skal greiða þeim sem sinna sömu eða jafnverðmætum störfum jöfn laun og hlunnindi.
Jafnir möguleikar til þátttöku í verkefnum
Við úthlutun verkefna og skipan í vinnuhópa skal tryggja sjónarmið allra, óháð kyni.
Sömu tækifæri til starfsþróunar
Starfsfólk skal eiga jafna möguleika til menntunar og þróunar í starfi. Kyn, kynferði eða uppruni skal ekki hafa áhrif á tækifæri til starfsframa.
Fjölskylduvænn vinnustaður
Leitast skal við að auðvelda starfsfólki að samræma vinnu og einkalíf með sveigjanlegu starfsumhverfi, þar sem því verður komið við. Allir starfsmenn eru hvattir til að nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs.
Jafnvægi kynja í starfseiningum og störfum
Vinna skal markvisst að því að minnka kynjahalla í þeim starfseiningum þar sem fyrir er ójafnvægi á kynjahlutföllum. Engin störf skulu flokkuð eftir kynum.
Jafnt hlutfall kynja hjá stjórnendum
Leitast skal við að jafna hlutfall kynja í stjórnendastöðum hjá fyrirtækinu.
Tækifæri til starfa
Allir hafa sömu möguleika til starfa hjá Orkusölunni, óháð kyni.
Ofbeldi ekki liðið
Einelti, fordómar, kynferðisleg áreitni eða annars konar ofbeldi er ekki liðið. Starfsfólk skal koma fram af virðingu við hvert annað.
Jafnréttis- og jafnlaunastefna þessi var samþykkt af stjórn Orkusölunnar 20.11.2018