Umhverfisstefna Orkusölunnar

Hlutverk Orkusölunnar er að framleiða, kaupa og selja rafmagn til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana um land allt. Orkusalan leggur áherslu á að skapa nýja möguleika í framleiðslu og sölu á endurnýjanlegri orku. Orkusalan hefur það að leiðarljósi að koma í veg fyrir mengun og vernda umhverfið og lífríkið við rekstur fyrirtækisins. Orkusalan fylgir lögum og reglugerðum í umhverfismálum og gengur lengra þegar það á við. Orkusalan hefur innleitt umhverfisstjórnun og skuldbundið sig til að vinna að stöðugum umbótum í umhverfismálum.

Orkusalan leggur áherslu á að:

  • Bjóða öllum viðskiptavinum upp á 100% endurnýjanlega orku. Framleiða og nýta raforku á hagkvæman og skynsamlegan hátt. Nýta vel auðlindir í rekstri fyrirtækisins.
  • Setja sér markmið í umhverfismálum, fylgjast með árangrinum og miðla upplýsingum til starfsmanna og viðskiptavina.
  • Lágmarka úrgang og hámarka endurvinnslu.
  • Allir starfsmenn fái fræðslu og þjálfun í umhverfismálum og séu meðvitaður um að fylgja skuli umhverfisstefnu Orkusölunnar.
  • Verktakar á vegum fyrirtækisins fá fræðslu og þjálfun til að tryggja að þeir fylgi umhverfisstefnu Orkusölunnar.
  • Kolefnisjafna eigin rekstur og framleiðslu á ári hverju.
  • Sinna umhverfisrannsóknum sem varða virkjanir.
  • Kaupa vörur sem eru umhverfisvænar fram yfir aðrar þegar það á við og skipta við birgja sem starfa samkvæmt stefnu í umhverfismálum.

Umhverfisstefna Orkusölunnar