Loftslags- og umhverfisstefna Orkusölunnar

Stefna Orkusölunnar er að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með framleiðslu og sölu á 100% endurnýjanlegri raforku. Orkusalan ætlar að vera virkur þáttakandi í orkuskiptum með áherslu á sjálfbæra orkuvinnslu og uppbyggingu hleðsluinnviða um allt land.

Starfsemi Orkusölunnar fer fram í samræmi við vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001. Við tryggjum að lagalegum og siðferðilegum skyldum sé fylgt og leggjum áherslu á stöðugar umbætur í umhverfis- og loftlagsmálum. Orkusalan skuldbindur sig til að koma í veg fyrir mengun, vernda umhverfið og draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar.

Stefnan tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda í tengslum við Parísarsamninginn og framtíðarsýn um kolefnishlutleysi.

Markmið og áætlun

Markmið Orkusölunnar fram til ársins 2030 er draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% miðað við árið 2018. Áhersla verður lögð á þá losun sem félagið hefur stjórn á. Til að ná því markmiði hefur Orkusalan skuldbundið sig til að framfylgja loftslags- og umhverfisáætlun félagsins en þar eru markmiðin og aðgerðirnar skilgreind sérstaklega og snúa að eftirfarandi þáttum.

  • Samgöngur
  • Notkun jarðefnaeldsneytis
  • Orka
  • Úrgangur
  • Sjálfbær nýting auðlinda
  • Fræðsla og þjálfun starfsmanna og verktaka
  • Innkaup
  • Kolefnisbinding
Samþykkt

Samþykkt af stjórn Orkusölunnar 25.03.2025