Áslaug Sól Sigurðardóttir, sölu - og þjónusturáðgjafi

Áslaug hóf störf hjá Orkusölunni í mai 2022 sem sumarstarfsmaður en þar sinnti hún fjölbreyttum verkefnum á hinum ýmsu sviðum. ,,Ég var aðalega að leysa af í fjármáladeildinni og var þar í verkefnum tengdum bakvinnslu og bókhaldi. Verkefnin mín yfir sumarið voru því frekar fjölbreytt og mismunandi eftir dögum," segir Áslaug

,,Eftir sumarið óskaði ég svo eftir fullu starfi hjá Orkusölunni þar sem ég var ekki alveg tilbúin að fara," segir Áslaug sem fór þá í stöðu sölu- og þjónusturáðgjafa.

,,Í nóvember 2022 hóf ég störf í þjónustuveri Orkusölunnar. Mín helstu verkefni í þjónustuverinu eru að svara fyrirspurnum viðskiptavina í síma eða tölvupósti, skrá einstaklinga í viðskipti, undirbúa pantanir á hleðslustöðvum og önnur verkefni," segir Áslaug

"Í þjónustuverinu er enginn dagur eins og virkilega skemmtileg og fjölbreytt verkefni sem koma inn til okkar á hverjum degi," segir Áslaug sem leysir sín verkefni af krafti.

Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?

Það skiptir Áslaugu miklu máli að það ríki góð liðsheild hjá fyrirtækinu. ,,Ég myndi segja að góður starfsandi innan Orkusölunnar sé það sem gerir fyrirtækið að góðum vinnustað. Hér er vel hugsað um mann og ríkir mikil jákvæðni, gleði og að sjálfsögðu stuð alla daga."

Hvað er stuð fyrir þér?

,,Fyrir mér er stuð gott andrúmsloft í góðum félagsskap sem er mjög lýsandi fyrir vinnustað Orkusölunnar," segir Áslaug