Orkusalan á Iðnaðarsýningunni
Orkusalan var þátttakandi á Iðnaðarsýningunni sem fram fór í Laugardalshöll dagana 31. ágúst -2. september sl. Iðnaðarsýningin er haldin í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og spannar hið víða svið iðnaðar hvort sem er á sviði mannvirkja, orku, framleiðslu, hugverka eða grænna lausna.
Mikið líf og fjör var á sýningunni um helgina þar sem annað hundrað fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu. Bás Orkusölunnar var vel sóttur og greinilega að gestir höfðu mikinn áhuga á að vita meira um rafmagn og hleðslulausnir. Þá var lukkuhjól Orkusölunnar á staðnum en voru ófáir sem snéru því og létu reyna á lukkuna.
Friðrik Valdimar Árnason, sérfræðingur í hleðslulausnum hjá Orkusölunni, var ánægður með helgina. „Hleðslulausnirnar okkar vöktu mikinn áhuga hjá fólki. Einstaklingar kynntu sér Heimastuð sem er tilvalin fyrir þau sem vilja öfluga heimahleðslu fyrir einbýlið og fulltrúar fyrirtækja kynntu sér Fyrirtækjastuð. Semsagt, það var eitthvað fyrir alla!"
Hér má kynna sér nánari upplýsingar um Heimastuð og Fyrirtækjastuð.