
Rafmagn fyrir fyrirtækið

Ráðgjöf fyrir fyrirtækið þitt
Ráðgjafar okkar á fyrirtækjasviði búa yfir þekkingu og reynslu af hagnýtingu raforku fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.
Við höfum skynsamlega nýtingu og græna orku að leiðarljósi og hjálpum viðskiptavinum okkar að nýta raforkuna sem best á sem hagkvæmastan hátt.
Orkuríkir ráðgjafar okkar aðstoða fyrirtæki og stofnanir við kaup á raforku. Veita upplýsingar um verð, notkun, nýtingu og aðra þætti sem stuðla að hagkvæmri raforkustjórnun. Raforkukaup geta vegið þungt í rekstri fyrirtækja og því skiptir máli að notkunin sé markviss.

Ánægðir viðskiptavinir Orkusölunnar
Fyrirtæki í viðskiptum árið 2022 býðst Græn ljós Orkusölunnar sem er staðfesting á að allt rafmagn sem fyrirtækið notar er 100% endurnýjanleg raforka með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Afhending Græna ljóssins fyrir notkun 2022 stendur til boða út árið 2023
Vottunin hefur reynst mörgum fyrirtækjum afar mikilvæg, enda felst í henni einstakt tækifæri til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun gegnir sífellt stærra hlutverki.
Pósturinn er meðal ánægðra viðskiptavina okkar:
,, Græna ljósið er mjög mikilvægt fyrir okkar starfsemi og sérstaklega þegar við erum að færa okkur út í meiri sjálfbærni og ætlum að ná okkar markmiðum."
— Eymar Plédel Jónsson, vörustjóri Póstsins.

Grænt fyrirtæki með Orkusölunni
Orkusalan er eina orkufyrirtækið á markaði sem hefur kolefnisjafnað allan sinn rekstur og er því eina kolefnishlutlausa sölufyrirtæki raforku á Íslandi.
Rafmagnið okkar er eingöngu framleitt með vatnsafli og er því allt rafmagn frá Orkusölunni framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum.
Verð fyrir sölu á raforku miðað við 1. mars 2023.
Orkuverð án vsk. 7,39 kr/kWst
Heimsendur greiðsluseðill 320 kr.