Breyting á skilmálum vegna stafrænnar innheimtu

Síðastliðið sumar var stórt skref stigið til að draga úr pappírsnotkun í starfsemi Orkusölunnar, en þá hættum við að bjóða upp á að fá reikninga prentaða á pappír og senda með bréfpósti.

Nú tökum við næsta skref í þessari vegferð: frá næstkomandi mánaðamótum verða innheimtubréf Orkusölunnar ekki lengur prentuð á pappír og send með bréfpósti, eins og verið hefur.

Þess í stað verður öll frum- og milliinnheimta Orkusölunnar stafræn. Í því felst að viðskiptavinir með staðfestar tengslaupplýsingar munu fá innheimtubréf sín send í tölvupósti. Ef tengslaupplýsingar liggja ekki fyrir munu innheimtubréf verða send í rafræn skjöl í netbanka viðskiptavina.

Þessari breytingu eru gerð nánari skil með breytingu á 5. grein almennra viðskiptaskilmála Orkusölunnar.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til þess að skrá sig á Mínar síður Orkusölunnar og ganga úr skugga um að tengslaupplýsingar (netfang og símanúmer) séu réttar.