Viðbragðsáætlun gegn EKKO

Markmið Orkusölunnar er að koma í veg fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum og tryggja að úrræði séu til staðar telji aðili sig hafa orðið fyrir slíkum brotum. Lögð er áhersla á eftirfarandi atriði:

  • Að starfsmönnum sé ljóst hvað telst einelti, ofbeldi og áreitni.
  • Starfsmenn geti treyst því að til sé viðbragðsáætlun telji þeir sig verða fyrir einelti, ofbeldi eða áreitni.
  • Að til sé skilvirkt ferli sem fylgt er þegar upp koma ábendingar um hugsanlegt eða staðfest einelti, ofbeldi eða áreitni.
  • Að ferli slíkra mála sé öllum í starfsumhverfinu ljóst og að upplýsingar séu aðgengilegar.
  • Að stuðla að jákvæðum samskiptum sem byggja á gagnkvæmri virðingu.

Það er hlutverk allra starfsmanna að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi eða aðra ótilhlýðilega háttsemi í vinnu. Mikilvægt er að starfsmenn sýni samkennd og séu vakandi gagnvart allri slíkri háttsemi.

Viðbragðsáætlun gegn EKKO