Áhrif á viðskiptavini
Orkusalan hvetur viðskiptavini sína til þess að taka upplýsta ákvörðun þegar kemur að kaupum á upprunaábyrgðum. Í langflestum tilvikum eru það fyrirtæki sem kaupa upprunaábyrgðir og geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Meðal annars;
Vegna aðgreiningar á markaði
Hærra verð fyrir útflutningsvörur
Skapa jákvæða ímynd
Lægri losunarstuðlar í kolefnisbókhaldi
Til samanburðar var losunarstuðull raforku með upprunaábyrgðum 10,3 grCO2/kWst samkvæmt Umhverfisstofnun árið 2021 samanborið við 427 grCO2/kWst frá Orkustofnun án upprunaábyrgða sama ár.