Stuðreynd 15
Kolefnisjöfnun felst í því að einstaklingar eða fyrirtæki bæti fyrir eigin losun gróðurhúsalofttegunda (GHL)með því að fjármagna verkefni sem koma í veg fyrir losun á samsvarandi magni GHL annars staðar eða fjarlægja samsvarandi magn GHL úr andrúmsloftinu.
Verkefni sem fjármögnuð eru með kaupum á kolefniseiningum til að jafna losun geta verið af ýmsum toga. Þau geta t.d. falist í að:
- draga úr losun í tiltekinni starfsemi eða geirum, s.s. með því að auka orkunýtni eða auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku.
- fjarlægja kolefni úr andrúmsloftinu, s.s. með skógrækt eða landgræðslu.
- koma í veg fyrir losun vegna landnotkunar, t.d. með endurheimt votlendis eða aðgerðum sem koma í veg fyrir eyðingu regnskóga.