Stuðreynd 11

Skeiðsfossvirkjun er ein af sex vatnsaflsvirkjunum Orkusölunnar.

Árið 1935 var bæjar­stjórn Siglu­fjarðar heim­ilað að reisa og reka raforku­stöð við Fljótaá og leggja háspennu­taugar til Siglu­fjarðar.

Í stöðv­ar­húsinu var komið fyrir 2.350 hest­afla (1,8 MW) Francis-hverfli og gert ráð fyrir annarri sams konar samstæðu er gæti tengst sömu aðrennsl­is­pípu. Tölu­verðar tafir urðu vegna erfiðra aðdrátta í heims­styrj­öld­inni og straumi var hleypt frá Skeiðs­foss­virkjun til Siglu­fjarðar 29. mars 1945. Seinni véla­sam­stæðan var ekki sett upp fyrr en tæpum 10 árum síðar eða í ágúst 1954. Var þá saman­lagt vélaafl 3,2 mega­vött.

Orkan sem framleidd er í Skeiðsfossvirkjun samsvarar rafmagnsnotkun 9.000 meðalstórra heimila á ári.

Vilt þú fá skínandi rafmagn úr Skeiðsfossvirkjun?

Orkusalan er raforkusali og þú getur komið í viðskipti til okkar hvenær sem er. Það tekur aðeins eina mínútu að skipta!

Skráðu þig á orkusalan.is