Stuðreynd 8

Hlutverk Orkusölunnar er að framleiða, kaupa og selja rafmagn til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana um land allt. Orkusalan leggur áherslu á að skapa nýja möguleika í framleiðslu og sölu á endurnýjanlegri orku.

Orkusalan hefur það að leiðarljósi að koma í veg fyrir mengun og vernda umhverfið og lífríkið við rekstur fyrirtækisins.

Orkusalan á 6 vatnsaflsvirkjanir og framleiðir því rafmagn með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum.

Virkjanir Orkusölunnar eru;

Brúarárvirkjun

Lagarfossvirkjun

Grímsárvirkjun

Smyrlabjargaárvirkjun

Skeiðsfossvirkjun

Rjúkandavirkjun