Stuðreynd 6

Mælieining raforku er kílóvattstund táknuð með kWh. Flestallir rafmagnsmælar á Íslandi mæla í kWh sem reikningar eru svo byggðir á. Afl virkjana er svo aftur á móti mælt í vöttum eða táknað með W.

Ef þú vilt vita hversu mikla orku (kWh) t.d. rafmagnstæki notar þá þarf að margfalda afl þess með þeim tíma (klst) sem tækið er í gangi.

Hversu mikla raforku þú notar fer eftir stærð heimilis, fjölda íbúa og fjölda raftækja. Gera má ráð fyrir að meðalstór heimili nota í kringum 350-400 kWh á mánuði.

Meðalstór heimili í viðskiptum við Orkusöluna greiða á bilinu 3.000 kr. - 3.500 kr. á mánuði fyrir rafmagn.