Stuðreyndir - fræðsluefni frá Orkusölunni

Stuðreynd 4

Nú þurfa allir nýjir kaupendur að velja sér raforkusala!

Ef þú hefur ekki verið raforkukaupandi síðastliðna 90 daga, ert t.d. að kaupa þína fyrstu íbúð, ert að koma aftur inná markaðinn eftir smá pásu eða hreinlega hefur aldrei borgað rafmagnsreikning áður þá er mikilvægt fyrir þig að velja þér raforkusala og gera raforkusölusamning.

Ef þú ert að selja fasteign eða skipta um greiðanda á raforkumælinum þarf að skila inn flutningstilkynningu til þinnar dreifiveitu. Þar tilkynnir þú hver er að taka við eigninni eða raforkumælinum.

Þú getur séð hér hjá hvaða dreifiveitu þú ert.

Ef þú ert að kaupa fasteign verður þú að muna að velja þér raforkusala fyrir nýju fasteignina. Ef ekkert er valið innan 30 daga frá flutningum geta dreifiveitur lokað fyrir rafmagnið hjá þér. Því er mjög mikilvægt að velja sér raforkusalan og flytja rafmagnið yfir til okkar. Það tekur aðeins 1 mín að koma í viðskipti.

Ekki verða rafmagnslaus, kláraðu dæmið hér.