Stuðreyndir - fræðsluefni frá Orkusölunni

Stuðreynd 3

Orkusalan var stofnuð árið 2006. Hlutverk Orkusölunnar er að framleiða, kaupa og selja rafmagn til einstaklinga og fyrirtækja um land allt. Orkusalan leggur áherslu á samkeppnishæf verð, einfalda þjónustu og jákvæða þjónustuupplifun.

Stefna Orkusölunnar til framtíðar er að bæta lífskjör almennings með því að skapa nýja möguleika í framleiðslu og sölu á endurnýjanlegri raforku.

Orkusalan er eina raforkusölufyrirtækið á markaði sem er kolefnishlutlaust.

Allur rekstur Orkusölunnar hefur frá upphafi verið kolefnisjafnaður með eigin skógrækt, en þar má telja akstur og flugferðir starfsmanna innan- og utanlands ásamt daglegum rekstri virkjana og skrifstofa.

Frá því að Orkusalan var stofnuð hefur fyritækið ræktað skóg við Skeiðsfossvirkjun. Markmið skógræktarinnar er að rækta fjölnytjaskóg sem fellur vel að landinu. Skógurinn bindur kolefni, jafnar vatnsbúskap og eykur frjósemi jarðvegs. Svæðið er einnig nýtt til útivistar allan ársins hring með þeirri fjölbreytni og skjóli sem skógurinn gefur. Orkusalan bindir alla þá losun sem hlýst af rekstri fyrirtækisins í skógi sínum við Skeiðsfossvirkjun.

Stærð skógræktarsvæðisins er 65 hektarar og þekur skógur Orkusölunnar 19 hektara og bindur 122 tonn CO2 á ári. Skógurinn bindur því um þrefalt magn þeirrar losunar gróðurhúsalofttegunda sem fylgir rekstri fyrirtækisins. Orkusalan mun halda áfram að rækta skóginn á næstu árum og auka nýtingu skógræktarsvæðisins.