Stefán Jóhannsson, sérfræðingur í orkumiðlun

Stefán hefur starfað hjá Orkusölunni í tæp átta ár sem orkumiðlari og er starfstöð hans staðsett á Akureyri.

,,Ég hóf störf hjá Orkusölunni árið 2015 sem orkumiðlari en í því felst meðal annars greiningar, uppgjör og daglegar orkuspár þar sem þarf að áætla eftirspurn okkar viðskiptavina fyrir hverja klukkustund sólarhringsins og kaupa inn orku í samræmi við það." segir Stefán

Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?

,,Það sem gerir Orkusöluna að góðum vinnustað er fyrst og fremst góður starfsandi og skemmtilegir samstarfsmenn. Það er líka mikill kostur að hafa sveigjanlegan vinnutíma," segir Stefán

Hvað er stuð fyrir þér?

Það boðar alltaf gott þegar Stefán lætur sjá sig í höfuðstöðvum Orkusölunnar því honum fylgir mikið stuð! ,,Stuð fyrir mér er partý, einhver með gítar og tónlist í botn," segir Stefán