Lilja Sóley Pálsdóttir, aðalbókari

Lilja hóf störf hjá Orkusölunni í október árið 2021 sem aðalbókari og hefur því starfað hjá fyrirtækinu í tæp tvö ár.

,,Í starfi mínu sem aðalbókari sé ég um fjölbreytt verkefni á fjármálasviði eins og til dæmis bókun reikninga, sjálfvirknivæðingu ferla, launavinnslu, eftirlit, upplýsingagjöf og margt fleira," segir Lilja

Orkusalan - stuðprófíll
Elísabet, Jóhanna, Sunneva, Lilja, Hrafnhildur & Áslaug

Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?

,,Það er svo margt sem gerir Orkusöluna að góðum vinnustað. Hér eru verkefnin fjölbreytt og mikið lagt upp úr að skoðanir allra heyrist og skipti máli," segir Lilja

,,Það skiptir mig líka miklu máli að Orkusalan er fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlegan vinnutíma. Síðast en ekki síst er starfsfólkið algjörlega frábært og starfsandinn eftir því," segir Lilja

Hvað er stuð fyrir þér?

,,Stuð fyrir mér er meðal annars að umkringja sig skemmtilegu fólki, sem er mjög lýsandi fyrir vinnustaðinn, enda mikil áhersla lögð á stuð í Orkusölunni," segir Lilja sem á stóran þátt í því að halda uppi stuðinu hjá Orkusölunni.