
Stuðblogg - Lilja Sóley Pálsdóttir, aðalbókari
Á síðustu árum hefur Orkusalan tekið stór skref í átt að því að verða stafrænt fyrirtæki og þessi þróun hefur verið mikilvægur hluti af framtíðarsýn okkar. Stafræn lausn hjálpar okkur að bæta vinnuflæðið og gera daglega starfsemi skilvirkari og einfaldari.
Eitt af þessum skrefum er innleiðing launakerfisins Kjarna, sem hefur reynst okkur frábær lausn – bæði notendavæn og árangursrík – fyrir launadeild, starfsmenn og stjórnendur.
Það sem við höfum verið sérstaklega ánægð með í Kjarna er viðveruskráningarkerfið. Það er einstaklega einfalt og þægilegt í notkun, bæði fyrir stjórnendur og starfsmenn okkar. Með Kjarna geta starfsmenn auðveldlega skráð viðveru sína og fjarveru, og þeir hafa verið mjög ánægðir með hversu notendavænt kerfið er. Það tekur þá aðeins nokkrar mínútur að skrá tímana sína á starfsmannavef Kjarna.

Stafræn vegferð með Kjarna
Dagpeningalausnin í Kjarna hefur einnig gert mikið fyrir okkur. Starfsmenn okkar þurfa oft að ferðast í tengslum við vinnu, og áður en við tókum Kjarna í notkun þurfti að fylla út dagpeningabeiðnir í Excel, reikna sjálf út upphæðir og fá undirskrift frá yfirmanni áður en beiðninni var skilað til launadeildar. Þetta ferli var bæði tímafrekt og viðkvæmt fyrir mistökum.
En nú með Kjarna, hefur þetta ferli orðið mun einfaldara. Starfsmenn geta skráð dagpeningabeiðnir beint inn á starfsmannavefinn, þar sem stjórnendur geta samþykkt þær með einföldum hætti. Kerfið heldur utan um allar upplýsingar, reiknar út upphæðir sjálfkrafa og sér til þess að samþykktir dagpeningar fari beint í launakerfið. Þetta hefur létt á öllum – bæði starfsmönnum og stjórnendum – aukið nákvæmni og gert ferlið skilvirkara.

Skilvirkni í ferlum
Innleiðing Kjarna hefur gert mikið fyrir okkur í Orkusölunni. Við höfum ekki aðeins bætt skilvirkni í ferlum, heldur gert vinnuna mun einfaldari fyrir alla sem koma að launavinnslu og viðveruskráningu. Stjórnendur hafa aðgang að öllum upplýsingum um starfsmenn á einum stað, þar með talið yfirliti yfir laun og orlof, og geta samþykkt laun með skilvirkum hætti. Starfsmenn geta einnig nálgast launaupplýsingar sínar á auðveldan hátt í gegnum vefviðmót Kjarna, sem sparar tíma og eykur sjálfstæði þeirra við skráningu og yfirferð upplýsinga.

Orkusalan hefur fengið jafnlaunavottun undanfarin þrjú ár
Orkusalan hefur fengið jafnlaunavottun undanfarin þrjú ár, sem staðfestir að unnið sé eftir stefnu fyrirtækisins að allt starfsfólk óháð kyni, njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að enginn ómálefnanlegur launamunur sé til staðar. Kjarni spilar þar lykilhlutverk með því að auðvelda launagreiningu og skýrslugerð, sem hjálpar okkur að uppfylla kröfur jafnlaunavottunar á hverju ári.
Í hnotskurn hefur Kjarni verið mikilvægur liður í stafrænu vegferð okkar í Orkusölunni. Kerfið hefur reynst okkur ótrúlega notendavænt, skilvirkt og öruggt þegar kemur að launamálum, og það hefur hjálpað til við að einfalda og bæta vinnuferli okkar til muna,