Heimilisfang

Hafnar­berg 41

Bæjarfélag

Þorláks­höfn

Opnunartími

24/7

Landshluti

Suðurland

Leiðarvísir

Orkusalan gefur hleðslustöðvar fyrir rafbíla

Árið 2018 gaf Orkusalan öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla með stuðningi fyrir hleðslutengil af gerð 2, alls um 80 talsins . Fyrsta stöðin var sett upp í Vestmannaeyjum í október.

Með þessu vill fyrirtækið auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar hringinn í kringum landið.

Ísland er í lykilstöðu til að leiða rafbílavæðingu heimsins og vill Orkusalan leggja sitt af mörkum með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.

Umhverfið skiptir okkur öll máli

Í virkjunum okkar bjóðum við upp á að hlaða bílinn með nývirkjuðu rafmagni. Ef þú kannt að meta hráefni beint frá býli þá er tilvalið að renna við og fá rafmagnið beint á bílinn.