Öryggisstefna Orkusölunnar

Hlutverk Orkusölunnar er að framleiða, kaupa og selja rafmagn til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana um land allt. Orkusalan leggur áherslu á að allir starfsmenn og verktakar fyrirtækisins fari heilir heim á sál og líkama eftir góðan vinnudag.

Orkusalan skuldbindur sig til að bjóða upp á öruggar og heilsussamlegar vinnuaðstæður til að koma í veg fyrir slys og heilsutjón hjá starfsmönnum, verktökum og þjónustuaðilum sem vinna á vegum fyrirtækisins. Orkusalan fylgir lögum og reglugerðum í heilbrigði og öryggismálum vinnustaðrins og gengur lengra þegar það á við. Orkusalan hefur innleitt heilbrigði og öryggisstjórnun í starfsemi sinni og skuldbundið sig til að vinna að stöðugum umbótum í þeim málaflokki.

Orkusalan leggur áherslu á:

  • Fræðslu og þjálfun starfsmanna og verktaka er varðar aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustað.
  • Samráð við alla starfsmenn fyrirtækisins og virkri þátttöku þeirra til að viðhalda lifandi öryggismenningu með það að markmiði að eyða hættum og draga úr áhættu sem tengjast heilbrigðis og öryggismálum vinnustaðarins.
  • Að skrá öll slys, óhöpp og næstum því slys.

Öryggisstefna Orkusölunnar