Við erum Orkusalan
Hjá Orkusölunni starfa 30 einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn og er hlutfall kvenna og karla í framkvæmdastjórn fyrirtækisins jafnt.
Gildi Orkusölunnar eru Gróska, Áreiðanleiki og Gleði.
100% endurnýjanleg raforka
Orkusalan var stofnuð árið 2006 og er hlutverk okkar að selja og framleiða raforku til heimila og fyrirtækja um land allt.
Orkusalan er eina orkufyrirtækið á markaði sem hefur kolefnisjafnað allan sinn rekstur og er því eina kolefnishlutlausa sölufyrirtæki raforku á Íslandi.
Rafmagnið okkar er eingöngu framleitt með vatnsafli og er því allt rafmagn frá Orkusölunni framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum.
Stuðprófílar!
Stuðprófílar eru stutt viðtöl við starfsfólk þar sem farið er yfir helstu verkefni viðkomandi og hvað það er sem gerir Orkusöluna að góðum vinnustað.
,,.... en fólkið sem vinnur hjá Orkusölunni er ekki síður mikils virði. Við hjálpumst að, erum gagnrýnin á eigin störf og meðvituð um hvað og hvernig gera megi betur. Oft er kapp við tímann og mörg járn í eldinum sem fylgja örum vexti Orkusölunnar, sem er spennandi að vinna með fólki sem leggur sig fram við að skila góðu verki." segir Erling Ormar Vignisson, upplýsingatæknistjóri.