
Við erum Orkusalan
Hjá Orkusölunni starfa 26 einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn og er hlutfall kvenna og karla í framkvæmdastjórn fyrirtækisins jafnt.
Við leggjum metnað í að veita góða þjónustu og samkvæmt íslensku ánægjuvoginni hafa viðskiptavinir okkar aldrei verið ánægðari.

100% endurnýjanleg raforka
Orkusalan var stofnuð árið 2006 og er hlutverk okkar að selja og framleiða raforku til heimila og fyrirtækja um land allt.
Orkusalan er eina orkufyrirtækið á markaði sem hefur kolefnisjafnað allan sinn rekstur og er því eina kolefnishlutlausa sölufyrirtæki raforku á Íslandi.
Rafmagnið okkar er eingöngu framleitt með vatnsafli og er því allt rafmagn frá Orkusölunni framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum.

Orkusalan er framúrskarandi!
Orkusalan hefur verið í flokki framúrskarandi fyrirtækja 10 ár í röð hjá Creditinfo !