Inneignir hjá Orkusölunni
Hér að neðan er að finna gagnlegar upplýsingar um inneignir, hvernig þær myndast og hvernig þeim er ráðstafað.

Skilaboð um inneign (13. mars)
Fimmtudaginn 13 mars sendum við tölvupóst til þeirra sem eiga inneign hjá Orkusölunni.
Við hvetjum viðtakendur skilaboðanna til þess að:
- opna Mínar síður Orkusölunnar til þess að sjá stöðu inneignar, og
- skrá bankaupplýsingar til þess að fá inneignina endurgreidda.
Ef inneignin tilheyrir fyrirtæki er hér að finna gagnlegar upplýsingar um möguleika til innskráningar fyrir hönd fyrirtækja.