Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir sérstaklega frá 2023
Frá árinu 2016 hafa upprunaábyrgðir fylgt heildsöluraforku Landsvirkjunar og hafa viðskiptavinir Orkusölunnar því fengið staðfestingu á að allt rafmagn sem þeir nota sé 100% endurnýjanlegt, með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli.
Viðskiptavinum hefur hingað til staðið til boða að fá Grænt ljós Orkusölunnar þessu til staðfestingar. Fyrir notkun sína árið 2022 geta viðskiptavinir sótt Grænt ljós út árið 2023.
Frá 1.1.2023 hefur Landsvirkjun ákveðið að afhenda ekki upprunaábyrgðir með sinni heildsölu, heldur selja þær á opnum markaði. Viðskiptavinir Orkusölunnar hafa ennþá kost á að fá afhenda 100% endurnýjanlega raforku, nánari útfærsla verður tilkynnt á næstu vikum. Að öðrum kosti gildir samsetning orku, útgefin af Orkustofnun og útgefin fyrir 1. júní ár hvert.