Svikapóstur í umferð

Við hjá Orkusölunni viljum vara við svikapósti sem hefur borist til fólks þar sem beðið er um að greiða „ógreiddan rafmagnsreikning“ með kóða á greiðslusíðu.

Þessi póstur er ekki frá Orkusölunni. Hlekkurinn í póstinum leiðir ekki inn á okkar vefsíðu og við hvetjum þig eindregið til að smella ekki á hlekkinn og gefa ekki upp neinar persónu- eða fjárhagsupplýsingar.

Ef þú ert í vafa um hvort tölvupóstur sé frá okkur skaltu hafa strax samband við þjónustuver Orkusölunnar S. 422 1000 eða orkusalan@orkusalan.is.

Helstu einkenni netsvika geta verið:

  • Óvenjulegt eða grunsamlegt netfang sendanda
  • Einkennilegt eða óskýrt málfar
  • Beiðni um kortanúmer eða innskráningu með skilríkjum
  • Tilkynning um inneign eða skuld sem þú átt ekki von á

Við minnum á að Orkusalan mun aldrei biðja þig um að greiða reikning eða staðfesta upplýsingar í gegnum ótrygga hlekki í tölvupósti.