Stuðsvellið opnar

Orkusalan og Nova taka nú höndum saman annað árið í röð og hafa opnað fyrir bókanir á Stuðsvellinu 2023. Svellið hefur undanfarin níu ár sett sterkan svip á jólastemninguna í miðborginni og er orðinn ómissandi partur af jólahefðinni hjá fjölmörgum fjölskyldum.

Stuðsvellið opnar fyrir skautara 24. nóvember nk. með pompi og prakt og nú er hægt að bóka skautastund frá og með þeim degi. Stuðsvellið verður opið flesta daga í desember frá klukkan 12-22.

Opnunartímar á hátíðardögum í desember eru eftirfarandi:

  • Þorláksmessa 10:00 - 23:00
  • Aðfangadag: lokað
  • Jóladag: lokað
  • Annar í jólum: 12:00-20:00
  • Gamlársdagur: 12:00 - 16:00

Aðgangur á svellið kostar 1490 krónur en frítt er fyrir 5 ára og yngri. Allir gestir geta fengið skauta og hjálma án endurgjalds.

Öll velkomin í skautastemningu og stuð! Hlökkum til að sjá ykkur!