Stuðsvellið!

Orkusalan og Nova hafa tekið höndum saman og undirritað þriggja ára samstarfssamning sín á milli þess efnis að standa að uppsetningu og utanumhaldi skautasvells í miðborginni. Svellið hefur undanfarin 8 ár sett sterkan svip á jólastemninguna í borginni og er að margra mati ómissandi hluti aðventunnar. Unnið er nú hörðum höndum við að setja skautasvellið, sen nú ber heiti Stuðsvellið upp á Ingólfstorgi, en sannkölluð hátíðaropnun verður á föstudagskvöld þegar Páll Óskar fýrar upp í stuðinu og vígir svellið

Orkusalan og Nova eiga margt sameiginlegt enda hafa bæði fyrirtækin lagt ríka áherslu á að halda alltaf uppi stuðinu og skapa góða stemningu. Þetta samstarf er því að mörgu leyti borðleggjandi fyrir báða aðila og það verður gaman að sjá Stuðsvellið endurspegla það núna og á næstu árum

Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar

Við ætlum að hækka verulega í stuðinu í miðborginni allan desember með Orkusölunni. Líkt og áður hvetjum við fólk eindregið til að gleyma sér ekki í stressinu sem oft fylgir þessum annasama tíma, búa til pláss í dagatalinu og negla niður tíma með fjölskyldunni í ferska loftinu, ljósadýrðinni og skautastuðinu. Vonum að flest nái að njóta sín í þessari einstöku jólastemningu,

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.

Við hlökkum til að sjá ykkur í miklu stuði á Stuðsvellinu á Ingólfstorgi.

Hér náið þið ykkur í miða á Stuðsvellið