Opnunarhátíð Stuðsvellsins

Stuðsvellið opnaði með pompi og prakt

Stuðsvell Orkusölunnar og Nova opnaði með pomp og prakt síðastliðinn föstudag og hefur stuðið ekki stoppað á svellinu síðan.

Gugusar hélt uppi stemningunni á opnunarhátíðinni en einnig komu fram ungir og efnilegir listskautadansarar sem tóku fyrsta snúninginn á svellinu. Fjölskyldur komu saman um kvöldið á Stuðsvellinu og var mikið stuð fram eftir kvöldi.

Opnunarhátíð Stuðsvellsins

Undanfarna daga hefur Stuðsvellið verið vel sótt og hafa nokkur hundruð manns mætt og skautað frá opnun.

Við hvetjum öll til að kíkja á svellið í desember og skauta inn jólin!