Stuðið kom með Fíu Sól

Fía Sól mætti á Stuðsvellið á laugardaginn sl. ásamt vinum sínum og tók nokkur lög fyrir gesti.

Stelpuskottið Fíasól er fyrir löngu orðin sígild í íslenskri bókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Í vetur stígur hún svo á Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í nýrri leikgerð sem byggir á rómuðum skáldverkum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur.
Jólasveinarnir komu líka á Stuðsvellið, sungu jólalög og gáfu ungum gestum sætar gjafir.

Stuðsvellið er opið alla daga fram að jólum og einnig um hátíðirnar. Opnunartími Stuðsvellsins næstu daga er eftirfarandi:

  • Virka daga 12:00 - 22:00
  • Þorláksmessa 10:00 - 23:00
  • Aðfangadagur Lokað
  • Jóladagur Lokað
  • Annar í jólum 12:00 - 20:00
  • Gamlársdagur 12:00 - 16:00