Stuð í Garðabæ
Fyrr á árinu voru settar upp tvær nýjar hleðslustöðvar í Garðabæ, annars vegar fyrir framan íþróttamiðstöðina í Ásgarði og hins vegar fyrir framan íþróttamiðstöðina á Álftanesi. Hleðslustöðvarnar eru tvöfaldar 22 kW Elinta hleðslustöðvar sem eru einstaklega snjallar og fjölhæfar.
Allar hleðslustöðvar Orkusölunnar eru sýnilegar í e1 appinu. Það eina sem notendur þurfa að gera er að sækja appið og byrja að hlaða. Á stöðvunum eru QR kóðar sem hægt er að nota til að setja hleðslu af stað.
Kári Jónsson Íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi í Garðabæ hefur tekið eftir mikilli notkun á stöðvunum fyrir framan íþróttamiðstöðvarnar.
„Garðabær hefur sett upp nokkrar hleðslustöðvar við stofnanir sínar á undanförnum árum. Við finnum fyrir mikilli ánægju gesta okkar með hleðslustöðvarnar í Ásgarði og við Álftaneslaug. Það eru mikil þægindi að geta komið í sund og hlaðið bílana sína á meðan,“ segir Kári.