
StoppuStuð í Jöfursbásum
Við höfum sett upp fjórar nýjar hleðslustöðvar í Reykjavík, stöðvarnar eru við Jöfursbása í Grafarvogi.
Við erum sífellt að bæta við hleðslustöðvum til að auka þægindi fyrir rafbílaeigendur og stækka hleðslunetið okkar. Til þess að virkja hleðslu þarf að auðkenna sig í gegnum e1 appið eða nota Orkusölulykilinn.
Allar stöðvarnar eru 22 kWh stöðvar.