
Ný hleðslustöð á Miðhrauni
Orkusalan hefur opnað 50 kW hleðslustöð fyrir rafbíla með tveimur CCS tengjum á Miðhrauni. Nýja stöðin er á frábærum stað við Miðhraun þar sem notendur geta fyllt á sínar orkubyrgðir á meðan bíllinn hleður sig. Til þess að virkja hleðslu þarf að auðkenna sig í gegnum e1 appið eða nota Orkusölulykilinn.
Við mælum með því að kíkja á Lava resort, fá sér kaffi og köku eða mæta á jólahlaðborðin þeirra sem eru allar helgar í desember.

Við komum Íslandi í STUÐ
"Við erum með fjölbreytta hleðslumöguleika, sem geta hlaðið allt frá fólksbílum til flutningabíla. Orkuskiptin eru svo sannarlega í fullum gangi hjá Orkusölunni og hlökkum við mikið til að hlaða bílana fyrir ykkur á Miðhrauni og koma Íslandi í stuð,,
segir Friðrik Valdimar Árnason, teymisstjóri hleðslulausna.