Sama rafmagnið og stanslaust stuð

Fallorka á Akureyri hefur hætt sölu á rafmagni og gert samning við Orkusöluna. Orkusalan mun kaupa alla raforku sem Fallorka framleiðir í virkjunum sínum.

Akureyringar og nærsamfélag fær því áfram rafmagn úr heimabyggð hjá Orkusölunni en nauðsynlegt er að skrá sig í viðskipti. Það tekur aðeins 1-2 mínútur.

Orkusalan framleiðir og selur rafmagn, rekur sex vatnsaflsvirkjanir um allt land og er með starfsstöð á Akureyri.

Við hlökkum til að vera í stuði með ykkur!