Prettyboitjokko sló í gegn á Stuðsvellinu
Prettyboitjokko mætti á Stuðsvellið síðastliðið föstudagskvöld og hélt uppi stuðinu. Fjölmargir gestir lögðu leið sína á Ingólfstorg til að hlýða á slagarana og dansa inn jólin.
Undanfarna daga hefur Stuðsvellið verið vel sótt og hafa mörg hundruð manns mætt og skautað frá opnun. Svellið er opið alla daga fram að jólum frá kl. 12-22 og er mikið stuð framundan. Við hvetjum öll til að kíkja á svellið!