
Orkusalan stefnir í skýið
Orkusalan hefur komist að samkomulagi við Advania og Ferranti um uppfærslu á fjárhags- og reikningagerðakerfi Orkusölunnar. Advania er Íslendingum að góðu kunnugt sem eitt öflugasta upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi en síðarnefnda fyrirtækið, Ferranti, er staðsett í Belgíu og er framleiðandi reikningagerðarkerfis sem Orkusalan hefur nýtt sér um nokkurra ára skeið.
Báðir aðilar hafa unnið með Orkusölunni um árabil og þjónustað fjárhags- og reikningagerðarkerfi okkar, og í sameiningu tökum við nú næstu skref í vegferðinni þar sem við flytjum upplýsingakerfi Orkusölunnar upp í skýið.
Verkefnið hefst á næstu dögum og ráðgert er að það verði langt komið fyrir lok næsta árs, en á þessu tímabili ættu viðskiptavinir okkar ekki að verða varir við nein áhrif af uppfærslunni.
Þegar fram í sækir munu uppfærð kerfi gera okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar upp á snjallari þjónustur, betri upplýsingagjöf og aukið vöruframboð á ýmsum sviðum.