Heimastuð Orkusölunnar

Orkusalan kynnir til leiks nýja áskriftarleið á hleðslumarkaði, Heimastuð.

Heimastuð Orkusölunnar er áskriftarleið fyrir heimili og fyrirtæki þar sem hægt er að leigja hleðslustöðvar fyrir bíla gegn vægu gjaldi og minnka þannig upphafskostnaðinn við að geta hlaðið rafbíla þar sem hverjum og einum hentar.

„Við höfum fundið fyrir mikilli þörf á lausnum fyrir heimili og fyrirtæki landsins varðandi leigu á hleðslustöðvum frá viðskiptavinum okkar. Við erum með þrjár gerðir af hleðslustöðvum á mjög samkeppnishæfu verði sem hægt er að velja á milli og mætum þar með þörfum viðskiptavina okkar“, segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar.

Hægt er að velja á milli þriggja hleðslustöðva, allt eftir þínum þörfum og er verðið fyrir hleðslustöð í áskrift frá 990 kr. á mánuði. Innifalið í Heimastuði er öll þjónusta og viðhald á hleðslustöðinni. Einnig er hægt að kaupa uppsetningu á hleðslustöðvunum á stór-höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Viðskiptavinir í Heimastuði fá að auki 20% afslátt af rafmagninu heima þegar þeir leigja hleðslustöð hjá Orkusölunni.

„Við erum bæði mjög stolt og spennt fyrir þessu verkefni. Heimastuð Orkusölunnar er eitthvað sem þú ættir ekki að láta framhjá þér fara,“ segir Magnús.

Viltu vita meira um Heimastuð? Hér má lesa allt um Heimastuð Orkusölunnar.