Orkusalan hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér upprunaábyrgðakerfið

Halla Marinósdóttir, öryggis-, umhverfis- og gæðastjóri hjá Orkusölunni, telur mikilvægt að fyrirtæki og einstaklingar taki upplýsta ákvörðun um að fjárfesta í upprunaábyrgðum raforku.

Hugsa má afurð endurnýjanlegra orkugjafa sem tvær aðskildar vörur. Annars vegar er það sú raforka sem framleidd er og hins vegar þær upprunaábyrgðir sem verða til við framleiðsluna. Með kaupum á upprunaábyrgðum fá raforkunotendur staðfestingu á því að það rafmagn sem þeir nota er framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Halla Marinósdóttir, öryggis-, umhverfis- og gæðastjóri hjá Orkusölunni.