Orkusalan er framúrskarandi fyrirtæki 2023
Orkusalan hefur fengið viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki árið 2023.
Creditinfo hefur unnið að greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja undanfarin ár og veitt framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Fyrirtæki sem teljast framúrskarandi þurfa að uppfylla ströng skilyrði og eiga það sameiginlegt að byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Þá er um að ræða mikilvægan þátt í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila.
Þann 25. október sl. var haldin hátíð í Hörpu til að fagna frábærum árangri með fyrirtækjunum sem eru á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki í ár. Halla Marinósdóttir, umhverfis-, gæða og öryggisstjóri Orkusölunnar og Hafliði Ingason sölustjóri tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd Orkusölunnar.
Aðeins um 2,5% allra fyrirtækja komast á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr og er Orkusalan því sérstaklega stolt af því að hafa fengið viðurkenninguna 11 ár í röð. Að baki árangursins liggur mikil vinna, metnaður og gleði sem starfsfólk Orkusölunnar hefur að leiðarljósi í sínu starfi.