Orkusalan er máttarstólpi Borgarleikhússins
Við erum stolt af því að styðja við menningu og leiklist Borgarleikhússins en leikhúsið býður upp á einstaka upplifun og metnaðarfullar sýningar sem enginn má láta framhjá sér fara.
— Heiða HalldórsdóttirÍ dag skrifuðu Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Orkusölunnar og Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri Borgarleikhússins undir samstarfssamning þess efnis að Orkusalan verði einn af máttarastólpum Borgarleikhússins.
,, Við erum stolt af því að styðja við menningu og leiklist Borgarleikhússins en leikhúsið býður upp á einstaka upplifun og metnaðarfullar sýningar sem enginn má láta framhjá sér fara.“ – Heiða Halldórsdóttir.
Þetta er annað árið í röð sem Orkusalan er máttarstólpi leikhússins.