Orkusalan er máttarstólpi Borgarleikhússins

Við erum stolt af því að styðja við menningu og leiklist Borgarleikhússins en leikhúsið býður upp á einstaka upplifun og metnaðarfullar sýningar sem enginn má láta framhjá sér fara.

Heiða Halldórsdóttir

Í dag skrifuðu Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Orkusölunnar og Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri Borgarleikhússins undir samstarfssamning þess efnis að Orkusalan verði einn af máttarastólpum Borgarleikhússins.

,, Við erum stolt af því að styðja við menningu og leiklist Borgarleikhússins en leikhúsið býður upp á einstaka upplifun og metnaðarfullar sýningar sem enginn má láta framhjá sér fara.“ – Heiða Halldórsdóttir.

Þetta er annað árið í röð sem Orkusalan er máttarstólpi leikhússins.

„Stuðning­ur fyr­ir­tækja ger­ir leik­hús­inu kleift að bjóða upp á afar fjöl­breytta dag­skrá,“ seg­ir Guðný Steins­dótt­ir. „Leik­árið fer afar vel af stað og upp­selt er á marg­ar sýn­ing­ar langt fram í tím­ann. Þá held­ur einnig korta­sala áfram að vera hag­stæður val­mögu­leiki fyr­ir leik­húsáhuga­fólk. Borg­ar­leik­húsið frum­sýn­ir nú í ár fjór­tán sýn­ing­ar og má bú­ast við líf­legu leik­ári.“