Í hvað fer þín orka?

Í hvað fer þín orka? Nýjar orkuleiðir Orkusölunnar

Orkusalan býður nú upp á nýjar áskriftarleiðir sem kallast orkuleiðir. Um er að ræða nýjung á raforkumarkaði þar sem áskriftaleiðirnar eru aðlagaðar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

Orkuleiðirnar eru fjórar;

  • SparOrka er fyrir þá sem vilja ekki flækja hlutina og tryggja sér besta verð Orkusölunnar. SparOrka kostar 7,24 kr/kWh.
  • HleðsluOrka er fyrir rafbílaeigendur sem vilja góð kjör á rafmagnsnotkun heimilisins ásamt 20% afslátt á hleðslu hjá hleðslustöðvum Orkusölunnar. HleðsluOrka kostar 7,33 kr/kWh
  • GrænOrka er fyrir þá sem vilja umhverfinu vel, tryggja sér upprunaábyrgð fyrir allri rafmagnsnotkun heimilisins, styðja við nýsköpun, græn verkefni og gróðursetningu trjáa. GrænOrka kostar 10,99 kr/kWh.
  • NæturOrka er sérsniðin að nátthröfnum eða fólki sem vill hlaða bílinn á nóttunni. Leiðin veitir helmings afslátt af öllu rafmagni á milli kl. 00:00 og 06:00. Dagtaxti NæturOrku er 9,16 kr/kWh en næturtaxti er 4,58 kr/kWh.

Það tekur aðeins tvær mínútur fyrir nýja viðskiptavini að skrá sig í orkuleið hér á vef Orkusölunnar. Fyrir núverandi viðskiptavini Orkusölunnar sem vilja prófa nýja leið, er það gert inn á Mínum Síðum.

Við hvetjum öll til að kynna sér orkuleiðirnar og finna þá leið sem hentar sinni rafmagnsnotkun!