Orkusalan áfram máttarstólpi Borgarleikhússins
Nú á dögunum skrifuðu Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar og Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins undir samstarfssamning þess efnis að Orkusalan verði áfram einn af máttarstólpum Borgarleikhússins. Er þetta þriðja árið í röð sem Orkusalan er máttarstólpi Borgarleikhússins og hefur samstarfið verið afar farsælt.
Við erum stolt af því að vera einn af máttarstólpum Borgarleikhússins og geta stutt við menningarstarfið sem þar fer fram. Leikárið lofar einstaklega góðu nú í vetur og hlakka ég mikið til að sjá starfið í Borgarleikhúsinu blómstra áfram,“ segir Magnús Kristjánsson forstjóri Orkusölunnar.
Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússstjóri er einnig afar ánægð með áframhaldandi samstarf. „Það er Borgarleikhúsinu gríðar mikilvægt að eiga traustan máttarstólpa. Þriðja árið í röð stígum við inn í samstarf við Orkusöluna – farsælt samstarf sem hefur gefið á báða bóga og reynst sannarlega rafmagnað!“