Orkusalan á Framtíðardögum HA
Framtíðardagar Háskólans á Akureyri voru haldnir 20. og 21. febrúar. Erindin og dagskráin voru sérsniðin að stúdentum og gafst þeim færi á að kynnast fjölbreyttum fyrirtækjum, stofnunum og þeirra starfsemi. Eftir hvert erindi gafst svo tækifæri á spurningum og spjalli.
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum hjá Orkusölunni, hélt fyrirlestur í gær, þriðjudaginn 21.febrúar, fyrir nemendur í Háskólanum á Akureyri. Sigmundína fór yfir hlutverk Orkusölunnar og mikilvægi þess að velja sér raforkusala þegar fólk flytur.
Fyrirlesturinn var vel sóttur og mikil ánægja meðal viðstaddra með erindið. Áhorfendur voru áhugasamir um raforkumarkaðinn, starfssemi Orkusölunnar og stuðið sem er allsráðandi hjá starfsfólki Orkusölunnar.
Orkusalan er stolt af því að taka þátt í Framtíðardögum en Framtíðardagar eru frábær viðbót inn í háskólasamfélagið en þetta er í annað sinn sem þeir eru haldnir i Háskólanum á Akureyri og fara vonandi vaxandi á komandi árum.