Nýsköpunarverðlaun Samorku 2025
Fyrirtækið SnerpaPower hlaut Nýsköpunarverðlaun Samorku árið 2025. Fyrirtækið var stofnað af reynslumiklum konum í orkugeiranum og hefur vaxið hratt og örugglega síðan þá. Hugbúnaður SnerpaPower er skýjalausn byggð á gervigreind og rauntímagögnum sem hjálpar stórnotendum raforku að draga úr kostnaði, minnka sóun og auka sveigjanleika í raforkukerfinu.
"SnerpaPower er verðugur handhafi Nýsköpunarverðlauna Samorku 2025 fyrir framúrskarandi árangur í að nýta íslenskt hugvit til að auka sjálfbærni í orku- og veitugeiranum, bæta orkunýtni og styrkja samkeppnishæfni græns iðnaðar,, segir Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar.
SnerpaPower
Íris Baldursdóttir og Eyrún Linnet, stofnendur SnerpaPower, veittu verðlaununum viðtöku af Magnúsi Kristjánssyni, forstjóra Orkusölunnar og varaformaður stjórnar Samorku. Óháð dómnefnd fagfólks úr orku og veitugeiranum valdi SnerpuPower úr hópi tilnefninga til verðlaunanna.
Í greinargerð dómnefndar kemur fram að SnerpaPower sé verðugur handhafi Nýsköpunarverðlauna Samorku 2025 fyrir framúrskarandi árangur í að nýta íslenskt hugvit til að auka sjálfbærni í orku og veitugeiranum, bæta orkunýtni og styrkja samkeppnishæfni græns iðnaðar.