Norðurljósahlaup Orkusölunnar
Norðurljósahlaup Orkusölunnar er haldið í þriðja sinn laugardaginn 4.febrúar 2023. Hlaupið er 4-5 km rafmögnuð upplifun um miðbæ Reykjavíkur og er hlaupið hluti af vetrarhátíð Reykjavíkurborgar.
" Við erum full tilhlökkunar að ná loksins að halda þennan frábæra viðburð. Norðurljósahlaup Orkusölunnar er brjálað stuð og rafmögnuð upplifun, þetta er hlaup sem þú vilt ekki missa af", segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum.
Norðurljósahlaup Orkusölunnar er skemmtiskokk eða ganga um miðbæ Reykjavíkur og keppendur fá að sjá höfuðborgina í nýju ljósi.
"Við mælum með að klæða sig eftir veðri, þú veist aldrei hvað íslenska veðrið hefur uppá að bjóða. Við lofum stuði samt sem áður, segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum.