Frábært Norðurljósahlaup
Frábært Norðurljósahlaup
Norðurljósahlaup Orkusölunnar fór fram á laugardaginn síðastliðinn í miðbæ Reykjavíkur. Páll Óskar mætti sem fyrr og hitaði hlauparana upp. Frábær stemning myndaðist og ómaði söngurinn um bæinn.
Veðurkóngarnir gátu ekki ákveðið sig fyrr en á síðustu stundu en þegar hlaupið hófst var hið fullkomna vetrarveður. Hlaupararnir gátu notið þess að hlaupa eða labba í myrkrinu og lýst upp miðbæinn í leiðinni.
Engin tímataka var í hlaupinu en Norðurljósahlaup Orkusölunnar snýst um heilbrigða líðan, skemmtun og að njóta á undraverðu kvöldi með vinum og fjölskyldu sem sannarlega tókst vel til.
Allir þátttakendur fengu upplýstan varning, glaðning frá 66°Norður, armband sem blikkar í takt við tónlistina og túpu af andlitsmálningu. Þannig voru öll vel merkt þegar þau hlupu af stað.
Við þökkum öllum hlaupurum kærlega fyrir komuna!
Myndir: Eva Björk