Meira stuð á Hellu!
Orkusalan hefur opnað tvær nýjar hraðhleðslustöðvar á Hótel Stracta á Hellu, sem er einn liður í uppbyggingu Orkusölunnar á hraðhleðsluneti hringinn í kringum landið.
Stöðvarnar eru með 150 kW hleðslugetu og geta tveir bílar hlaðið í einu á hvorri stöð fyrir sig og deila þá aflinu með sér, að hámarki 75 kW á hvort tengi.
Allt að fjórir bílar geta hlaðið í einu á þessum fjölfarna stað og er góð viðbót við þær stöðvar sem nú þegar eru starfræktar á Akureyri, en þar eru fjórar hleðslustöðvar, ein hraðhleðslustöð og þrjár 22 kW hleðslustöðvar.
,,Við erum virkilega ánægð með þessa viðbót, tvær hraðhleðslustöðvar með 150 kW hleðslugetu en eru stækkanlegar upp í 225 kW. Þetta er spennandi verkefni og hlökkum við til að koma fleirum í stuð hringinn í kringum í landið", segir Friðrik Valdimar Árnason sérfræðingur í hleðslulausnum.
Allar hraðhleðslustöðvar Orkusölunnar eru sýnilegar í e1 appinu, eina sem notendur þurfa að gera er að sækja appið og byrja að hlaða!