Meira stuð á Akureyri!
Orkusalan opnar sína fyrstu hraðhleðslustöð við Húsasmiðjuna á Akureyri, en um er að ræða samstarfsverkefni sem snýr að uppbyggingu hraðhleðslustöðva á lóðum Húsasmiðjunnar, hringinn í kringum landið. Stöðin er með 150 kW hleðslugetu og geta tveir bílar hlaðið í einu og deila þá aflinu með sér, hámark 75kW á hvort tengi. Einnig voru settar upp þrjár 22 kW hleðslustöðvar með tengi fyrir tvo bíla þar sem allt að 6 bílar geta hlaðið í einu.
,,Þetta er spennandi verkefni og liður í okkar framlagi til grænnar framtíðar og vonumst við til að geta lokið þessari uppbyggingu á næstu tveimur árum,,
segir Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar og bætir við að fyrst um sinn ætli Orkusalan að bjóða eigendum rafbíla fría hleðslu við allar hleðslustöðvar Orkusölunnar við Húsasmiðjuna á Akureyri.