Magnús Kristjánsson í stjórn Samorku

Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar var kjörinn í stjórn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi á aðalfundi félagsins 15.mars síðasliðinn og kemur nýr inn ásamt þeim Páli Erland, forstjóra HS Veitna og Björk Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra fjármála, hjá HS Orku.

"Það er mikill heiður að vera kjörinn í stjórn Samorku og fá þar tækifæri til að hafa enn meiri áhrif á þróun orku- og veitugeirans á Íslandi til framtíðar. Orkuskiptin sem nú eru í gangi eru eitt af mikilvægustu verkefnum þjóðarinnar og því spennandi tímar framundan og margvísleg verkefni þeim tengdum sem þarf að takast á við á vettvangi Samorku" segir Magnús Kristjánsson, nýkjörinn aðalmaður í stjórn Samorku.

Stjórn Samorku er því þannig skipuð að loknum aðalfundi 2023:

Aðalmenn:

Kristín Linda Árnadóttir, formaður stjórnar

Björk Þórarinsdóttir, HS Orku

Páll Erland, HS Veitum

Magnús Kristjánsson, Orkusölunni

Steinn Leó Sveinsson, Skagafjarðarveitum

Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitum

Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum

Varamenn:

Aðalsteinn Þórhallsson, HEF

Eyþór Björnsson, Norðurorka

Harpa Pétursdóttir, Orka náttúrunnar

Jón Trausti Kárason, Veitum

Hörður Arnarson, Landsvirkjun