List í ljósi

Hátíðin List í ljósi var haldin um síðastliðna helgi í tilefni þess að í febrúar fer sólin að gægjast yfir fjöllin eftir myrkasta tíma ársins á Seyðisfirði, hátíðin er tileinkuð ljósinu. Orkusalan hefur verið samstarfsaðili frá upphafi eða frá árinu 2016. Listamaðurinn Almar Freyr sem sérhæfir sig í VJ verkum, hannaði verk Orkusölunnar á hátíðinni sem sýnt var í samkomusalnum Herðubreið. Litir Orkusölunnar voru í aðalhlutverki og stemningin var rafmögnuð í Herðubreið.

"Orkusalan hefur verið samstarfsaðili hátíðarinnar List í ljós sex ár í röð og erum við alltaf jafn ánægð með samstarfið. Þetta er frábær viðburður sem er tileinkaður ljósinu en Orkusalan er raforkusali sem selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um allt land og tengingin er því til staðar. Stuðið var allsráðandi hjá gestum hátíðarinnar, segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum hjá Orkusölunni.

"Við erum ótrúlega þakklát fyrir frábært samstarf með Orkusölunni undanfarin ár og samstarfið hefur verið til fyrirmyndar. Síðustu tvö ár hefur Orkusalan verið með VJ verk inn í Herðubreið þar sem stuðið var allsráðandi. Nokkrir LungA nemendur fengu að spreyta sig á VJ/DJ borðinu og fengu tækifæri til að læra af listamönnunum sjálfum, Almari Frey og Birni Alpha", segir Sesselja Jónasardóttir, framleiðslustjóri hátíðarinnar.